Sunnulækjarskóli Selfossi

Evrópska tungumálavikan í 8. – 10. bekk

Tungumál opna dyr

Evrópuráðið hefur gert 26. september að árlegum Evrópskum tungumáladegi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Evrópu og víðar í því skyni að vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og fagna fjölbreytileika tungumála. Fyrsti Evrópski tungumáladagurinn var haldinn 26. september 2001 á Evrópsku tungumálaári. Frá þeim tíma hefur dagurinn fest sig í sessi og í tilefni þess eru fjölmargir skemmtilegir viðburðir skipulagðir um gervalla Evrópu.

Við í Sunnulækjarskóla ætlum að fagna þessum degi með skemmtilegri verkefnavinnu sem unnin verður í dönsku- og enskutímum þessarar viku. Nemendur geta valið sér verkefni eftir áhugasviði en öll eiga þau það sameiginlegt að þemað er: Tungumál opna dyr.

Föstudaginn 30. september klukkan 12:40 verða svo flottustu verkefnin í hverjum flokki verðlaunuð.

 

Skákkennsla grunnskólabarna

Skákkennsla grunnskólabarna

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á sunnudögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Alls verða þetta 10 sunnudagar og fyrsti tími verður sunnudaginn 25. september. nk.

Þeir sem hafa áhuga á skákkennslunni eru beðnir um að mæta u.þ.b. 30 mínútum áður en fyrsta æfing hefst til að ganga frá skráningu og greiðslu nemendagjalds sem er kr. 4.500 fyrir þessi 10 skipti.

Varðandi frekari upplýsingar þá vinsamlegast hringið í síma 894-1275 eða sendið tölvupóst á netfangið fishersetur@gmail.com

Ath.: Næsti tími verður sunnudaginn 9. október, en tíminn á sunnudaginn 2. okt. fellur niður.

Fischersetrið á Selfossi.

Kartöfluuppskera færð í hús

Nemendur í 4. og 5. bekk tóku upp kartöflur úr garðinum og færðu eldhúsinu. Þær voru borðaðar með bestu list.
20160921_092946 20160921_10472920160921_103822

Norræna Skólahlaupið í Sunnulækjarskóla

Norræna Skólahlaupið í Sunnulækjarskóla

Þriðjudaginn 13. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla hið árlega Norræna Skólahlaup.

Vegalengdin er misjöfn eftir aldri en 5.-10. bekkur geta valið um fjórar vegalengdir, 2,5 km, 5 km, 7,5 km eða 10 km. Yngri nemendur fara allt frá 1,0 km upp í 2,5 km.

Nemendur ráða sínum hraða, fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Metnaðurinn var mikill hjá mörgum börnunum og voru það til að mynda um 30 nemendur sem að kláruðu 10 km hlaup sem er frábært.

Stemningin var góð, þrátt fyrir rok, spiluð var tónlist til hvatningar á leiðinni og höfð vatnstöð sem er nýbreytni í ár.

img_2137 img_2162 20160913_105123

Vinabekkjaheimsóknir

Undanfarna daga höfum við verðið að skapa vinategsl milli nemenda í yngri og eldri bekkjum.  Þannig fer 6. bekkur í heimsókn í 1. bekk, 7. bekkur í 2. bekk og svo koll af kolli og mynduð eru vinatengsl milli tiltekinna nemenda í hvorum bekk.

Þannig fór 6. bekkur að heimsækja 1. bekk á föstudaginn og var með þeim í valtíma.  Krakkarnir voru öll alveg til fyrirmyndar og gaman að sjá hvað þessi eldri urðu ábyrgðarfull og tóku vel þátt með yngri krökkunum.

img_0643 img_0636 img_0640

Sjá allar fréttir