Sunnulækjarskóli Selfossi

Örsögusamkeppni í 9. bekk

Örsögusamkeppni í 9. bekk

Haldin var örsögusamkeppni í 9. bekk í íslensku nú í maílok og verðlaun voru veitt fyrir sögurnar sem þóttu skara fram úr. Kennarar buðu nemendum einnig upp á veitingar til að þakka fyrir gott starf krakkanna og samvinnu í íslensku í vetur.

Veitt voru fern verðlaun; Ólafur Ben Gunnarsson hlaut verðlaun fyrir frumlegustu söguna, 3. verðlaun hlaut Pálmar Arnarson, Hlynur Héðinsson fékk 2. verðlaun og hlutskörpust varð Karen Hekla Grönli.

Heimsókn úr 1. bekk Vallaskóla

Heimsókn úr 1. bekk Vallaskóla

Í dag fengum við nemendur í 1. bekk Sunnulækjarskóla nemendur úr 1. bekk í Vallaskóla í heimsókn.

Við buðum þeim að taka þátt í stöðvavinnu þar sem nemendur blönduðust saman í námi og leik.

Hóparnir hafa hist tvisvar sinnum í vetur. Þetta var skemmtilegur dagur og við ætlum að halda þessu samstarfi skólanna áfram.

 

 

 

 

 

Hjálmar á alla kolla

Hjálmar á alla kolla

Föstudaginn. 28. apríl, fengu nemendur í 1. bekk Sunnulækjarskóla heimsókn frá Kiwanisklúbbnum.

Tilefnið var hin árlega hjálmagjöf til allra nemenda í 1. bekk.

Börnin glöddust innilega og við þökkum góðar gjafir.

Dugnaðarforkar í 2.bekk hreinsa rusl

Það voru flottir dugnaðarforkar í 2.bekk sem fóru um skólalóðina í morgun í umhverfismenntasmiðju og týndu 14 fulla poka af rusli. Nemendurnir voru stoltir af verkinu sínu enda skólalóðin hrein og fín eftir störf þeirra.

Viðar Örn gefur bolta

 

Sunnulækjarskóla barst á dögunum gjöf frá fótboltahetjunni Viðari Erni Kjartanssyni. Það voru að sjálfsögðu boltar sem koma að góðum notum núna á fyrstu sumardögum. Nemendur og starfsfólk þakkar Viðari Erni stuðninginn.

 

 

Sjá allar fréttir